Lengd

28 dagar

Áfangastaðir

Suður-Afríka, Botsvana, Simbabve

Hápunktar

Safarí, Namíbeyðimörkin, Table mountain

Verð frá

712.000 ISK

Verð frá 712,000 ISK
Ævintýri lífs þíns bíður eftir þér í suðurhluta Afríku. Farðu til Höfðaborgar áður en þú ferðast í gegnum fjögur fallegustu löndin á svæðinu og upplifir meðal annars safarí, eyðimörk, fallega náttúru og að tjalda undir stjörnubjörtum himni. Byrjaðu því að hlakka til þess að ferðast með öðrum ævintýragjörnum einstaklingum frá öllum heimshornum!

Ferðin hefst í Höfðaborg þangað sem þú flýgur. Þar getur þú notið útsýnisins frá Table Mountain en eftir það ferðastu yfir til Namibíu. Í Namibíu upplifir þú einstaka náttúru þar sem þú sérð meðal annars River Canyon, Etosha þjóðgarðinni, Namíbeyðimörkina og adrenalínhöfuðborg landsins, Swakopmund. 

Næst tekur við ferð til Botsvana þar sem þú heimsækir Okavango og eyðir nótt undir stjörnubjörtum himni áður en þú heldur til Simbabve þar sem hinir stórkostlegu Viktoríufossar bíða.

Frá Simbabve liggur leiðin til Suður-Afríku þar sem þú munt kanna stórkostlegt dýralíf í Kruger þjóðgarðinum. Hér getur þú séð "the big 5"! Ferðinni líkur síðan í Jóhannesarborg þar sem þú heldur heim á leið.

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.