Lengd

Ca. 2 mánuðir

Áfangastaðir

Tæland, Kambódía, Víetnam & Laos

Hápunktar

Eyðimerkursafarí, Angkor Wat, Núðlunámskeið, Heimadvöl í Chambok, Street Food rölt, Halong Bay

Verð frá

670.000 ISK

Verð frá 670,000 ISK
Hvernig hljómar að skreppa til Dubaí, og ferðast svo um Indókína í 4 vikur með öðrum ævintýragjörnum bakpokaferðalöngum?

Ferðin

Ferðin hefst í Dúbaí þar sem farið í eyðimerkursafarí áður en haldið er af stað til Tælands. Þegar til Bangkok er komið hittir þú hópinn sem þú munt ferðast með næstu daga um Indókína.

Fyrst á dagskrá er Angkor Wat í Kambódíu. Eftir það er farið til fleiri spennandi áfangastaða í Kambódíu eins og höfuðborgarinnar Phnom Penh og eyjunnar Koh Rong áður en haldið er til Víetnam.

Í Víetnam hefst ferðalagið í Ho Chi Minh City. Þar er hægt að finna fullkomna blöndu af ströndum, borgum og menningu. Í Víetnam mun hópurinn til dæmis fara til Nha Trang, Hoi An og fara í siglingu á Halong Bay.

Eftir Víetnam liggur leiðin til Laos þar sem bíður þín vika sem er stútfull af upplifunum hvort sem þær tengjast menningu eða ótrúlegri náttúru. 

Frá Laos tekur Tæland aftur við þar sem þú dvelur nokkra daga í Chiang Mai áður en þið endið ferðina þar sem þið byrjuðuð, í Bangkok.

Eftir þessa ferð getur þú síðan bætt við fleiri dögum í Tælandi eða bætt við öðrum áfangastöðum eins og til dæmis Balí ef þú vilt fara í lengri ferð!

Nokkrir hápunktar ferðarinnar:

  • Eyðimerkursafarí og skoðunarferð í Dubaí
  • Angkor Wat
  • Núðlunámskeið
  • Sigling um Halong Bay
  • Phong Nha-Kẻ Bang þjóðgarðurinn
  • Hanoi
  • Street food
  • Riverboat ferð
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.