{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
Angkor Wat við sólarlag
Sjá sem lista

Lengd

34 dagar

Áfangastaðir

Dúbaí, Tæland, Kambódía, Víetnam & Laos

Hápunktar

Eyðimerkursafarí, Angkor Wat, Núðlunámskeið, Heimadvöl í Chambok, Street Food rölt, Halong Bay

Verð frá

685.000 ISK

Viltu vita meira?
Hvernig hljómar að skreppa til Dubaí, og ferðast svo um Indókína í 4 vikur með öðrum ævintýragjörnum bakpokaferðalöngum?

Ferðin

Ferðin hefst í Dúbaí þar sem farið í eyðimerkursafarí áður en haldið er af stað til Tælands. Þegar til Bangkok er komið hittir þú hópinn sem þú munt ferðast með næstu daga um Indókína.

Fyrst á dagskrá er Angkor Wat í Kambódíu. Eftir það er farið til fleiri spennandi áfangastaða í Kambódíu eins og höfuðborgarinnar Phnom Penh og eyjunnar Koh Rong áður en haldið er til Víetnam.

Í Víetnam hefst ferðalagið í Ho Chi Minh City. Þar er hægt að finna fullkomna blöndu af ströndum, borgum og menningu. Í Víetnam mun hópurinn til dæmis fara til Nha Trang, Hoi An og fara í siglingu á Halong Bay.

Eftir Víetnam liggur leiðin til Laos þar sem bíður þín vika sem er stútfull af upplifunum hvort sem þær tengjast menningu eða ótrúlegri náttúru. 

Frá Laos tekur Tæland aftur við þar sem þú dvelur nokkra daga í Chiang Mai áður en þið endið ferðina þar sem þið byrjuðuð, í Bangkok.

Eftir þessa ferð getur þú síðan bætt við fleiri dögum í Tælandi eða bætt við öðrum áfangastöðum eins og til dæmis Balí ef þú vilt fara í lengri ferð!

Nokkrir hápunktar ferðarinnar:

  • Eyðimerkursafarí og skoðunarferð í Dubaí
  • Angkor Wat
  • Núðlunámskeið
  • Sigling um Halong Bay
  • Phong Nha-Kẻ Bang þjóðgarðurinn
  • Hanoi
  • Street food
  • Riverboat ferð
Innifalið
  • Flug
  • Eyðimerkursafarí í Dúbaí
  • Skipulögð ævintýraferð um Indókína með öðrum ungum bakpokaferðalöngum
  • Gisting
  • ISIC kortið
Ekki innifalið
  • Ferðatrygging - en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri
  • Máltíðir, aðrar en þær sem eru innifaldar í ævintýraferðunum
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Ferðaáætlunin

Þessi ferð er ekki ein sú vinsælasta hjá okkur að ástæðulausu! Flettu áfram til að skoða ferðaáætlunina.

Dagur 1-4 Dúbaí

Þú kemur til Dúbaí þar sem þú munt vera næstu 3 daga. Í Dúbaí er farið í heljarinnar eyðimerkurferð þar sem þú heimsækir Al Shamsi Bedouin þorpið og getur farið um borð í "skip eyðimerkunnar" og upplifað eyðimörkina.

Klæddu þig í hefðbundinn eyðimerkurfatnað, smakkaðu arabískt góðgæti, prufaðu henna málningu og lærðu hversu mikilvægir fálkar eru þegar kemur að lífinu í eyðimörkinni. Seinna um kvöldið er síðan grillað og þú getur getur borðað á meðan þú horfir á arabíska skemmtun eins og magadansara og Tanoura dansara áður en þú keyrir aftur til borgarinnar.

Dagur 4-7: Kambódía

Frá Dúbaí munt þú fljúga til Bangkok og hitta hópinn sem þú munt ferðast með. Eftir aðeins eina nótt er strax kominn tími til að fara yfir landamærin og ferðast til Siem Rep í Kambódíu. Þú munt koma í tæka tíð til þess að njóta gómsætrar Khmer máltíðar. Morguninn eftir skaltu svo undirbúa þig undir að sjá stórkostlega hofið, Angkor Wat. Þar er ekki beinn og breiður vegur enda verja margir nokkrum dögum þar til þess að sjá allt!

Dagur 7-9: Kambódía

Frá Siem Reap er farið til höfuðborgar Kambódíu Phnom Penh. Þegar þangað er komið er hægt að fara í kynningargöngu um borgina.

Næsti dagur er líka í höfuðborginni. Í Phnom Penh er hægt að læra um sorglega sögu Kambódíu með heimsókn til Tuol Sleng fangelsisins og Killing Fields. Eftir að hafa lært um söguna er kominn tími á að hressa sig við og skella sér á smá street food rölt. Þar færðu að smakka alvöru kambódíska matargerð.

Dagur 9-10: Kambódía, Koh Rong

Frá Phnom Penh er haldið til Sihanoukville þar sem hópurinn tekur bát á einkaströndina ykkar á Koh Rong. Á eyjunni er tilvalið að slappa af og snorkla áður en þú sötrar kokteil á ströndinni. Lífið gerist ekki mikið betra!

Dagur 11-12: Kambódía, Chambok

Frá Koh Rang liggur leiðin aftur á meginlandið og til Chambok. Þar gistið þið í heimadvöl þar sem hægt er að upplifa lífið hjá fjölskyldu frá Kambódíu.

Dagur 12-13: Víetnam, Ho Chi Minh City

Nú er kominn tími til að kveðja Kambódíu og segja good morning Víetnam! Leiðin liggur til Ho Chi Minh City. Þegar þangað kemur getur þú valið að heimsækja Ben Thahn markaðinn áður en þú ferð út á lífið í borginni um kvöldið. Í borginni er tilvalið að heimsækja þakbar og njóta þess að horfa yfir borgina með einn kokteil við hönd. Næsta dag er síðan tilvalið að fara í skipulagða göngu um borgina til að kynnast henni betur.

Dagur 13-15: Nah Trang

Hópurinn tekur næturlestina frá Ho Chi Minh City til Nha Trang svo áætluð koma er um morguninn. Þá tekur við frjáls tími til að kanna svæðið, slappa af á ströndinni eða fara á sögulegar slóðir á svæðinu. Um kvöldið fer hópurinn síðan á street food rölt og fær að bragða á sérréttum svæðisins.

Næsti dagur er síðan frjáls áður en hópurinn tekur næturlestina til Da Nang og þaðan til Hoi An.

Dagur 16-18: Víetnam, Hoi An

Þegar komið er til Hoi An getur þú valið um að fara í skipulagða göngu um borgina. Þú getur einnig skráð þig á matreiðslunámskeið, hjólað á ströndina, heimsótt saumastofu og keypt sérsaumaða flík eða skoðað gamla bæinn.

Næsta dag mun hópurinn fara á núðlunámskeið þar sem þið lærið að búa til núðlur.

Dagur 18-19: Víetnam, Hue

Frá Hoi An liggur leiðin til Hue. Þegar þangað er komið er hægt að skoða Royal Citadel og grafhýsin, fara í bátsferð á Perfume River eða í skoðunarferð á skellinöðru.

Næsti dagur í Hue er frjáls áður en haldið er með næturlest til Hanoi.

Dagur 20-23: Víetnam, Hanoi & Halong Bay

Hópurinn kemur um morguninn til höfuðborgar Víetnam, Hanoi. Þaðan liggur leiðin beint til Halong Bay. Þar fer hópurinn í bátsferð þar sem boðið er upp á sjávarréttar hádegisverð og hellaskoðun.

Næstu tvo daga getur hópurinn síðan kannað Hanoi. Þar er hægt að fara í göngu um gamla bæinn, skoða grafhýsi Ho Chi Minh, Temple of Literature og Hoa Lo fangelsið. Einnig er hægt að bóka street food rölt í borginni.

Dagur 24-29: Laos, Vientiane, Vang Vien, Luang Prabang & Pak Beng

Þessi vika er stútfull af upplifunum hvort sem þær tengjast menningu eða ótrúlegri náttúru. Þú munt kanna höfuðborg Laos, Vientiane, þar sem þú heimsækir litríka morgunmarkaði sem geyma ótalmarga fjársjóði. Fullkomin leið til að þess enda daginn er síðan að horfa á sólsetrið yfir Mekong.

Næst liggur leiðin til fallega bæsins Vang Vieng. Þegar þangað er komið getur þú gengið um, skoðað fallega kalksteina og farið í hellaferð á hjóli.

Frá Vang Vieng heldur ferðin til Luang Prabang. Í Luang Prabang mælum við með að þú vaknir snemma einn morguninn og sjáir þegar að búddistamunkarnir taka við ölmusu en þetta er ein mikilvægasta trúarathöfnin í Laos, einfaldlega ógleymanleg Suðaustur-Asísk reynsla. Munkarnir mega einungis borða mat sem er þeim gefinn fyrir hádegi.

Frá Luang Prabang siglir hópurinn svo niður Mekong ánna á löngum húsbát. Þú getur því leyft þér að hlakka til tveggja daga á ánni þar sem þú ferð í heimadvöl og siglir framhjá Pak Beng alla leiðina til Chiang Khong í Tælandi

Dagur 29-31: Tæland, Chiang Mai

Frá Chiang Khong liggur leiðin til Chiang Mai, en er engin skipulögð afþreying svo það er á þínu valdi að kanna til dæmis næturmarkaði, hof eða fara á einn tælenskan boxleik.

Dagur 31-34: Tæland, Bangkok

Frá Chiang Mai er haldið til Bangkok. Þar hefur þú úr mörgum afþreyingum að velja svo þú færð að ráða. Afhverju ekki að skrá sig á tælenskt matreiðslunámskeið, heimsækja mögnuð hof eða fara í nudd hjá nemum í kvennafangelsinu? Á síðasta kvöldinu er síðan tilvalið að taka saman þessa 30 daga með nýju vinum þínum og njóta þess að borða alvöru tælenska máltíð og jafnvel fá sér einn bjór til þess að skála ferðalokum.

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.