Lengd

4 vikur

Byrjar í / Endar í

Seattle - Los Angeles

Áfangastaður

USA

Besti tíminn til að fara

Allt árið um hring

Verð frá 356,448 ISK
Þetta road trip er hin fullkomna blanda af stórbrotinni náttúru og líflegum borgum. Kyrrahafsstrandlengjan tekur þig í gegnum gróskumikið landslag í Oregon að norðurhluta Kaliforníustrandarinnar og áfram til San Francisco og til sólríku Los Angeles.

Byrjaðu ævintýrið þitt í Seattle og farðu suður. Þegar þú keyrir niður vesturströnd Bandaríkjanna færðu að heimsækja borgir eins og Seattle, Portland, San Francisco og Los Angeles, en þú munt líka fá að sjá ótrúlega náttúruna eins og dýpsta stöðuvatn Bandaríkjanna og að sjálfsögðu Yosemite þjóðgarðinn.

Við höfum sett inn bílaleigu bíl fyrir þessa ferð en þú getur breytt honum í húsbíl ef þú vilt, valið er þitt! Það er líka gott að hafa í huga að þú sért með góða ferðatryggingu þegar þú leigir bíl erlendis. Við getum aðstoðað þig við það!

Hvernig eru KILROY road trip?

Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman eldri en 25 ára. Hafðu samband við okkur ef þú ert aðeins yngri en það - það er ekkert vandamál!

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.