Verð frá
21000 ISK
Meðalverð á dag á hápunkti ferðamannatímabilsins
Hvað er innifalið?
Hvað er innifalið?

Frá ISK*
Það er best að nota almenna skynsemi við keyrslu í Afríku. Aldrei keyra á kvöldin og alltaf keyra á vegum sem henta fyrir húsbílinn. Leggðu af stað á morgnana og vertu viss um að þú komist á áfangastaðinn þinn síðdegis. Hér er ekki alltaf hægt að treysta á Google. Vertu því viss um að fylla alltaf á bensíntankinn þegar þú hefur tækifæri til þess. Það er öðruvísi að keyra í Afríku en það er að keyra á Íslandi svo það er best að sýna þolinmæði. Lesa meira
Aftast í húsbílnum er nóg af plássi til að geyma dótið þitt. Þar finnur þú líka eldhús við hliðina á útileigustólunum og borðinu. Í eldhúsinu er 40L ísskápur, eldhúsáhöld og gashella. Þú hefur því allt sem þú þarft til að elda í húsbílnum. Lesa meira
Á þaki bílsins er að finna tjald sem hægt er að fella saman. Rúmið þar er 2,1 metri á lengd svo að hávaxnir einstaklingar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Breiddin á rúminu er síðan 1,2 metrar. Svefnpokar og púðar eru innifaldir í leigunni. Lesa meira
Húsbílinn hefur 2,5 lítra dísel vél og 140 L eldsneytistank. Það er auðvelt að keyra bílinn en hann líkist venjulegum fólksbíl í keyrslu meira en fullbúnum húsbíl. Bíllinn er beinskiptur. Lesa meira
Það er hægt að leigja 4x4 MSE húsbílinn í Suður-Afríku, Namibíu og Botsvana. Þú getur sótt og skilað bílnum á leigustöðum í :
Suður-Afríka: Jóhannesarborg / Höfðaborg / Durban / East London / Port Elizabeth / George.
Namibíu: Windhoek / Swakopmund / Walvis Ba.
Botsvana: Gaborone / Maun.
Lesa meira
Ökumenn með gilt ökuskírteini og hafa náð 21. árs aldri geta leigt og keyrt þennan húsbíl í Suður-Afríku og Namibíu. Við mælum með að þú takir með þér alþjóðlegt ökuskírteini ásamt evrópska ökuskírteininu þínu. Lesa meira
Leiguverðið á húsbílnum fer eftir framboði og eftirspurn og árstíð. Leigan kostar minna ef þú bókar bílinn tímanlega. Það er einnig ódýrara að leigja bílinn utan hápunkts ferðamannatímabilsins. Þetta er ekki ósvipað því hvernig verð á flugmiðum breytist. Til að fá nákvæmt verð skaltu endilega hafa samband við okkur og við getum aðstoðað þig að finna kostnaðinn. Lesa meira
Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText
Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.