Verð frá
Hafa samband

Frá ISK*
Það er best að nota almenna skynsemi við keyrslu í Afríku. Aldrei keyra á kvöldin og alltaf keyra á vegum sem henta fyrir húsbílinn. Leggðu af stað á morgnana og vertu viss um að þú komist á áfangastaðinn þinn síðdegis. Hér er ekki alltaf hægt að treysta á Google. Vertu því viss um að fylla alltaf á bensíntankinn þegar þú hefur tækifæri til þess. Það er öðruvísi að keyra í Afríku en það er að keyra á Íslandi svo það er best að sýna þolinmæði. Lesa meira
Navi húsbílinn býður upp á ýmis þægindi en í honum er að finna tvíbreitt rúm (1,9m x 1,68 m), klósett, sturtu að utanverðu, hitavatnsbirgðir auk nauðsynja eins og ísskáp, borð og stóla, hnífapör, eldhúsáhöld, rúmföt, 60 L vatnstank og gashellu. Í bílnum er að finna tvískipt rafmagnskerfi svo LED ljósin í bílnum eru ekki knúin af sama batteríi og ísskápurinn. Þannig helst maturinn kaldur á meðan þú skoðar þig um.
Hægt er að opna þakið á bílnum til að hleypa inn fersku lofti á meðan er sofið eða eldað.
Lesa meira
Húsbíllinn hefur eitt varadekk, bílbelti, loftpúða, ABS bremsur, vökvastýri, slökkvitæki, 2 viðvörunar þríhyrninga, reipi til að draga bílinn og tjakk. Lesa meira
Þessi fjórhjóladrifni bíll er með 2,4 L dísel vél og geymir 80 L eldsneytistank. Bíllinn er beinskiptur. Lesa meira
Hægt er að leigja Navi húsbílinn í Suður-Afríku, Namibíu og Botsvana en þú getur sótt og skilað honum á eftirfarandi stöðum:
Suður-Afríka: Jóhannesarborg / Höfðaborg / Durban / East London / Port Elizabeth / George
Namibía: Windhoek / Swakopmund / Walvis Ba.
Botsvana: Gaborone / Maun
Lesa meira
Ökumenn með gilt ökuskírteini og hafa náð 21. árs aldri geta leigt og keyrt þennan húsbíl. Lesa meira
Leiguverðið á húsbílnum fer eftir framboði og eftirspurn og árstíð. Leigan kostar minna ef þú bókar bílinn tímanlega. Það er einnig ódýrara að leigja bílinn utan hápunkts ferðamannatímabilsins. Þetta er ekki ósvipað því hvernig verð á flugmiðum breytist. Til að fá nákvæmt verð skaltu endilega hafa samband við okkur og við getum aðstoðað þig að finna kostnaðinn. Lesa meira
Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText
Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.