Bestu áfangastaðirnir í janúar
Nýtt ár, ný/r þú? Eða hvernig var þetta aftur? Hvort sem að áramótaheitið þitt var að ferðast meira eða ekki þá lofum við að ferðalag í janúar gerir þér gott sama hvað. Ef þú vilt vita hvert er best að ferðast í janúar þá finnur þú svarið hér í þessari grein!
Í janúar horfum við til hlýrra staða og paradísa í bæði suðaustri og suðvestri. Lestu áfram og sjáðu hvaða áfangastöðum við mælum með í janúar og ef að engin þeirra hentar þér þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Við sérhæfum okkur í að sérsníða ferðir eftir óskum viðskiptavina okkar svo hafðu samband við okkur og fáðu fría ráðgjöf. Ertu ekki að ferðast í janúar? Kíktu á ferðadagatalið okkar HÉR.
Fá fría ráðgjöf
Svæði sem frábært er að ferðast til í janúar
Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í janúar. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í janúar.
MIÐ-AMERÍKA
Suðræn sæla í miðjum janúar? Þarf að segja meira? Frá fallegum ströndum við Kyrrahafið til hitabeltisfrumskóga - Mið-Ameríka hefur þetta allt og meira til. Mið-Ameríka nær frá Guatemala til Panama og er staðurinn til að upplifa margar mismunandi menningar á stuttum tíma. Það er auðvelt að ferðast á milli landamæra þar sem rútuferðir eru tíðar og ódýrar.
Mið-Ameríka hefur þægilegt hitastig allt árið um kring en í janúar er ekki rigningartímabil í gangi svo þú getur notið þess að skoða allt það besta sem Mið-Ameríka hefur upp á að bjóða án regnjakkans. Meðalhitinn í janúar er í kringum 27 gráður, ekki svo slæmt er það nokkuð?
Afhverju að fara til Mið-Ameríku í janúar?
Vegna þess að þú finnur fjöldan allan af skemmtilegum afþreyingum þar í janúar. Ferðalag þangað er hin fullkomna pása frá hinu hversdagslega lífi og þá sérstaklega fyrir þá sem finnst gaman að upplifa eitthvað nýtt og spennandi í fríinu sínu. Þú getur ekki bara slappað af á gullfallegum ströndum heldur getur þú líka farið á kajak, hestbak, ziplining og í gönguferðir svo eitthvað sé nefnt.
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Mið-Ameríku í janúar
1. Surfbúðir í Kosta Ríka
Kosta Ríka er algjör paradís með sínum grænu skógum og fallegu ströndum. Þar eru líka fullkomnar aðstæður til að surfa! Í janúar er því tilvalið að skella sér til Kosta ríka í frábærar surfbúðir.
2. Tortuguero þjóðgarðurinn
Í þessari ferð getur þú uppgötvað "Amazon skóg" Kosta Ríka í Tortuguero þjóðgarðinum. Í þessari ferð munt þú sjá villt dýralíf og bragða alvöru Kosta Ríka matargerð.
3. Mánuður af sjálfboðastarfi og ævintýri í Kosta Ríka
Ertu til í eina stórkostlega ferð um Kosta Ríka? Auðvitað ertu til! Eyddu mánuði í að upplifa allt sem þetta land hefur upp á að bjóða: lærðu spænsku, stundaðu sjálfboðavinnu, prófaðu að surfa og upplifðu gróskumiklu náttúru og framandi dýralífi.
SRI LANKA
Langar þig að prófa að surfa? Hvað þá með að prófa að surfa á óhefbundnum stað? Pálmatré, strendur og Indlandshafið, Sri Lanka hefur að geyma fullkomnar aðstæður fyrir surf, jóga og að kynnast nýjum menningarheim.
Það er hitabeltisloftslag í Sri Lanka, stundum heitt og stundum rigning. Hitastigið í janúar er í kringum 28-30 gráður svo þú ættir að geta sloppið ágætlega frá kuldanum á Íslandi hér.
Afhverju að fara til Sri Lanka í janúar?
Á Sri Lanka getur þú til dæmis sameinað fullkomið loftslag við skemmtilega menningu. Þú getur borðað góðan mat og mögulega lært eitthvað nýtt, eins og að surfa. Það er líka tiltölulega auðvelt að ferðast um Sri Lanka svo ef þú vilt upplifa marga staði á landinu í ferð þinni þá hefuru fullkomið tækifæri til þess með lestarkerfinu.
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Sri Lanka í janúar
1. Hið fullkomna Kombó: Sri Lanka og Maldíveykar
Við köllum þetta hið fullkomna kombó - og það er ekki af ástæðulausu! Sameinaðu eyjahopp á Maldíveyjum með gróskumikilli náttúru og dýralífi á Sri Lanka!
2. Surfbúðir í Sri Lanka
Surfbúðirnar eru staðsettar við hlið pálamtrjáa, stranda og Indlandshafsins. Þar getur þú lært að surfa í hafinu, skroppið í jógatíma og upplifað nýjan menningarheim.
3. Sri Lanka land & sjór
Á þessari tveggja vikna ferð leitar þú að dýralífi í safaríferð, heimsækir sögufrægu borgina Galle og ferð á suðurströndina í smá snorkl, surf og slökun
MALDÍVEYJAR
Paradís með hvítum ströndum, kókospálmum og túrkisbláum sjó er nákvæmlega eitthvað sem maður þarf í janúar! Á Maldíveyjum er veðrið líka frábært, þar rignir sjaldan og hitastigið er í kringum 30 gráður allt árið um kring.
Á Maldíveyjum snýst allt um afslöppun. Þú getur slappað af á ströndinni, borðað ferskt sjávarfang, kafað og snorklað. Þú þarft ekki meira en snorklbúnað til að upplifa litrík kóralrif og lífið neðansjávar. Ef þú vilt síðan læra að kafa þá getur þú jafnvel verið svo heppin/n að sjá skjaldbökur, skötur, hákarla og hvalháfa.
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum á Maldíveyjum í janúar
2. Köfunarnámskeið á Thulusdhoo
Á Maldíveyjum eru kjöraðstæður til köfunar svo nýttu tækifærið í heimsókn þinni þangað og skelltu þér á þetta 6 daga köfunarnámskeið.
LANGAR ÞIG AÐ FERÐAST Í JANÚAR EN VEIST EKKI HVERT?
Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í janúar? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.
Bóka fría ráðgjöf