Bestu áfangastaðirnir fyrir ferðir í júlí
Í júlí ætti að vera komið sumar... vonandi! En þótt það sé sumar á Íslandi er kjörið tækifæri til að nýta sumarfríið sitt í að kanna heiminn.
Lestu áfram og sjáðu hvaða áfangastöðum við mælum með í júlí og ef að engin þeirra hentar þér þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Við sérhæfum okkur í að sérsníða ferðir eftir óskum viðskiptavina okkar svo hafðu samband við okkur og fáðu fría ráðgjöf.
Fá fría ráðgjöf
Ertu ekki að ferðast í júlí? Kíktu á ferðadagatalið okkar HÉR.
Svæði sem frábært er að ferðast til í júlí
Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í júlí. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í júlí.
BOTSVANA
Þó að Botsvana samanstandi að mestu af frekar óspennandi landslagi er ekkert sem jafnast á við nátturuna í norðurhluta landsins! Þar finnur þú Okavango Deltuna þar sem græn gróska flæðir út í Kalahari eyðimörkina. Þar finnur þú einnig spennandi dýrategundir og plöntutegundir.
Meðalhitastigið í Botsvana í allt árið um kring er um 25 gráður, en ef þú ferðast í júlí sleppir þú við rigningartímabilið. Hitastigið um kvöldið getur þó stundum fallið niður fyrir 0.
Það er ekki nauðsynlegt að heimsækja Gaborone, höfðuborg landsins, þegar þú heimsækir Botsvana. Við mælum frekar með að þú heimsækir Maun, fimmtu stærstu borgina í landinu, en þaðan hefjast margar safaríferðir og ferðir til Okavango Deltunnar.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Botsvana í júlí
1. Dýralíf og náttúra í Simbabve, Botsvana & Namibíu
Hefur þú áhuga á safarí, gróskumikilli náttúru, að skoða dýralíf, ár og gista undir berum himni? Þá gæti þetta verið ferðin fyrir þig. Í henni ferðastu frá Simbabve í gegnum Botsvana áður en þú endar í Namibíu.
2. Botswana & Falls Adventure
Samanþjappaðir 8 dagar þar sem þú færð að upplifa allt það besta sem að náttúra og dýralíf Botsvana og svæðisins í kring hefur upp á að bjóða.
3. Delta & Falls Discoverer
Í þessari átta daga skipulögðu ferð ferðastu frá Simbabve til Botsvana og inn í Namibíu. Í ferðinni færðu líka tækifæri til að fara í Chobe þjóðgarðinn og sjá fíla ásamt því að skoða stórfenglegu Viktoríufossa.
FIJI
Hvað segiru um að eyða sumrinu í sannkallaðri paradís? Hvítar strendur, pálamtré, blár sjór og kokteilar. Fiji hefur allt þetta og meira til en landið samanstendur af yfir 300 eyjum!
Það er því tilvalið að fara í eyjahopp og kanna hvað margar eyjar hafa upp á að bjóða. Það er líka tilvalið að snorkla á Fiji og kanna lífið neðansjávar. Litríkir fiskar og falleg kóralrif, það gerist ekki mikið betra!
Hvort sem þú ert að ferðast ein/n eða með öðrum þá getum við aðstoðað þið við að skipuleggja ferðina.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum á Fiji í júlí
1. Sjálfboðastarf og köfun á Fiji
Elskar þú að kafa? Langar þig að safna nokkrum karmastigum á sama tíma og þú stundar köfun? Í þessu vinsæla sjálfboðaverkefni færð þú tækifæri til að aðstoða við að vernda og byggja upp neðansjávarlífríkið á Fiji.
2. Ástralía, Nýja-Sjáland og Fiji
Þessi ferð er hið fullkomna ævintýri í Eyjaálfu. Í um það bil 2 mánuði (þú ræður þó hversu lengi þú vilt verðast) færðu að njóta alls þess besta sem austurströnd Ástralíu, Nýja-Sjáland og Fiji hefur upp á að bjóða!
3. 13 daga Fiji Explorer
Snilldar 13 daga pakki þar sem þú dvelur á þremur mismunandi stöðum á Fiji. Öll gisting og sumar samgöngur eru innifaldar í pakkanum.
Balkanskaginn
Balkanskaginn er hluti af Evrópu en með óvæntu andrúmslofti. Þar getur þú upplifað nýja hluti og eldri sögu á sama tíma. Þrátt fyrir að vera ekki langt í burtu er Balkanskaginn mörgum ókunnugur. Þetta er svona "ég trúi ekki að það er að finna svona fallega náttúru og skemmtilega menningu í Evrópu" dæmi. Ferðalag um Balkanskaga er fyrir þá sem elska að kanna nýja staði og elska andstæður.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum um Balkanskagann í júlí
1. Balkanskaginn og hið forna Grikkland
Langar þig að upplifa Balkanskagann og forna hluta Grikklands? Ferðin byrjar í Dubrovnik og þú ferðast um Balkanskaga áður en þú endar í Aþenu þar sem þú hefur tækifæri til að skoða grísku eyjarnar eins og þú vilt! Hljómar vel?
2. 2 vikur í Slóveníu og Króatíu
Þessi frábæra hringferð fer með þig í gegnum ótrúlegt landslag Slóveníu og Norður-Króatíu. Þú ferð í lestarferð um Evrópu og skoðar Slóveníu áður en þú kannar nokkra fallegustu staðina í Norður-Króatíu.
3. Hringferð um Króatíu, Bosníu, Svartfjallaland og Albaníu
Ef þú ert til í sannkallað ævintýri í framandi náttúru Balkanskagans þá er þessi hringferð eitthvað fyrir þig! Njóttu þess að heimsækja hvorki meira né minna en fjögur lönd, er þú ferðast um Króatíu, Bosníu, Svartfjallaland og Albaníu ásamt öðrum bakpokaferðalöngum.
LANGAR ÞIG AÐ FARA Í FERÐ Í JÚLÍ EN VEIST EKKI HVERT?
Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í júlí? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.
Bóka fría ráðgjöf